Erfitt þegar allir í vörn inni í teig

Valdimar Þór Ingimundason, lengst til hægri, fagnar marki Víkings með …
Valdimar Þór Ingimundason, lengst til hægri, fagnar marki Víkings með félögum sínum. mbl.is/Óttar

„Mér fannst við spila mjög fyrstu tuttugu til þrjátíu mínúturnar en svo þegar okkar maður fær höfuðhöggið var eins og slökkt hefði verið á okkur. 

Fáum mark á okkur og svo er KR-liðið bara þétt og erfitt þegar allir inni í vítateig,“ sagði  sóknarmaður Víkinga Valdimar Þór Ingimundarson eftir 1:1 jafntefli við KR í Víkinni í kvöld þegar leikið var í efstu deild karla í fótbolta.

Valdimar Þór gekk í raðir Víkinga frá Noregi í febrúar, hefur náð að halda sig í byrjunarliðinu og skoraði 2 mörk gegn Val á dögunum en vildi meira ræða um liðið.

„Við erum með meira en tuttugu eða fleiri frábæra leikmenn og við þurfum á þeim öllum að halda.  Nú þurfum við góða æfingaviku og fara að hugsa um næsta leik, það þýðir ekkert að vera svekkja sig á þessu núna. Nú þurfum að svara fyrir þetta í næsta leik.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert