12. umferð: Patrick, Ástbjörn og Hallgrímur

Hallgrímur Mar Steingrímsson í leiknum gegn HK í gærkvöld.
Hallgrímur Mar Steingrímsson í leiknum gegn HK í gærkvöld. mbl.is/Eyþór

Valsmaðurinn Patrick Pedersen, FH-ingurinn Ástbjörn Þórðarson og KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson náðu stórum áföngum á ferlinum í 12. umferð Bestu deildar karla í fótbolta.

Patrick spilaði sinn 250. deildaleik á ferlinum þegar Valsmenn töpuðu 3:2 fyrir ÍA á Akranesi í gærkvöld. Þar af eru 175 leikir fyrir Val enda hefur danski framherjinn leikið stærstan hluta ferilsins hér á landi. Hann lék 34 leiki fyrir Viking í norsku úrvalsdeildinni, 26 fyrir Vendsyssel í dönsku B-deildinni og 15 fyrir Sheriff Tiraspol í moldóvsku A-deildinni.

Patrick Pedersen er kominn með 250 deildaleiki á ferlinum.
Patrick Pedersen er kominn með 250 deildaleiki á ferlinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ástbjörn lék sinn 100. leik í efstu deild þegar hann skoraði sigurmark FH gegn Breiðabliki í gærkvöld, 1:0. Leikina hefur hann spilað fyrir fjögur félög, 53 þeirra fyrir FH, 22 fyrir Keflavík, 14 fyrir Gróttu og 11 fyrir uppeldisfélagið KR. 

Hallgrímur Mar skoraði sitt 60. mark í efstu deild þegar hann gerði seinna mark KA í sigrinum á HK í gær, 2:1. Þar af eru 56 mörk fyrir KA og hann bætir stöðugt félagsmet sitt fyrir Akureyrarfélagið. Hallgrímur er líka leikjahæsti leikmaður KA í deildinni með 168 leiki. 

Hann er 36. leikmaðurinn í sögu efstu deildar sem nær að skora 60 mörk en af þeim leika aðeins tveir aðrir í deildinni í ár. Það eru Patrick Pedersen sem hefur skorað 108 mörk og er í fjórða sæti og Hilmar Árni Halldórsson sem hefur skorað 68 mörk og er í 22. sæti.

Ástbjörn Þórðarson í baráttu við Andra Rafn Yeoman í leik …
Ástbjörn Þórðarson í baráttu við Andra Rafn Yeoman í leik FH og Breiðabliks í gærkvöld. mbl.is/Eyþór

Þá er Helgi Guðjónsson orðinn þriðji markahæstur í sögu Víkings í efstu deild, jafn Erlingi Agnarssyni, eftir að hafa skorað tvö marka liðsins í stórsigri á Stjörnunni, 4:0. Helgi og Erlingur hafa skorað 26 mörk hvor en markahæstir eru Nikolaj Hansen með 48 mörk og Heimir Karlsson með 37 mörk. Helgi fór fram úr bæði Lárusi Guðmundssyni og Atla Einarssyni sem skoruðu 25 mörk hvor fyrir Víking á síðustu öld.

Úrslit­in í 11. um­ferð:

Vestri - Fram 1:3
Stjarn­an - Vík­ing­ur R. 0:4
KR - Fylk­ir 2:2
HK - KA 1:2
FH - Breiðablik 1:0
ÍA - Val­ur 3:2

Marka­hæst­ir í deild­inni:
9 Pat­rick Peder­sen, Val
8 Vikt­or Jóns­son, ÍA
7 Emil Atla­son, Stjörn­unni
7 Jónatan Ingi Jóns­son, Val
6 Helgi Guðjóns­son, Víkingi R.
5 Arnþór Ari Atla­son, HK
5 Beno­ný Breki Andrés­son, KR
5 Danij­el Dej­an Djuric, Vík­ingi R.
5 Gylfi Þór Sig­urðsson, Val
5 Ja­son Daði Svanþórs­son, Breiðabliki
5 Sig­urður Bjart­ur Halls­son, FH
5 Tryggvi Hrafn Har­alds­son, Val
4 Ari Sig­urpáls­son, Vík­ingi R.
4 Aron Elís Þránd­ar­son, Vík­ingi R.
4 Atli Sig­ur­jóns­son, KR
4 Björn Daní­el Sverr­is­son, FH
4 Daní­el Haf­steins­son, KA
4 Guðmund­ur Magnús­son, Fram
4 Úlfur Ágúst Björns­son, FH
4 Vikt­or Karl Ein­ars­son, Breiðabliki

Næstu leik­ir:
30.6. Víkingur - Fram
  6.7. Vestri - Breiðablik
  6.7. KR - Stjarnan
  6.7. ÍA - HK
  6.7. Valur - Fylkir
  8.7. FH - KA

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert