Vandræði Selfyssinga halda áfram

Selfyssingurinn Katrín Ágústsdóttir í baráttunni við Grindvíkinginn Unu Rós Unnarasdóttur.
Selfyssingurinn Katrín Ágústsdóttir í baráttunni við Grindvíkinginn Unu Rós Unnarasdóttur. mbl.is/Árni Sæberg

Selfoss er kominn í fallsæti í 1. deild kvenna eftir tap fyrir Grindavík, 2:1, í Safamýri í kvöld. 

Með sigrinum fer Grindavík upp í fjórða sæti deildarinnar með 13 stig en Selfoss er í níunda með níu stig. 

Ása Björg Einarsdóttir kom Grindavík yfir en Guðrún Þóra Geirsdóttir jafnaði metin. 

Í seinni hálfleik skoraði Dröfn Einarsdóttir sigurmark Grindvíkinga og þar við sat. 

Afturelding upp við hlið FHL 

Afturelding er komin upp við hlið FHL í fyrsta sæti deildarinnar eftir sigur á ÍR, 4:1, í Mosfellsbænum. 

Afturelding er í öðru sæti með 19 stig, jafnmörg og FHL en verri markatölu. FHL á hins vegar leik til góða. 

Hildur Karítas Gunnarsdóttir, Saga Líf Sigurðardóttir og Ariela Lewis skoruðu mörk Aftureldingar en það fjórða var sjálfsmark. Mark ÍR skoraði Linda Eshun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert