Stáliðnaðarsigur hjá FH

Ída Marin Hermannsdóttir skorar sigurmark FH.
Ída Marin Hermannsdóttir skorar sigurmark FH. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Liðin í 3. og 4. sæti Bestu-deildar kvenna í fótbolta mættust á Þórsvellinum í dag. Þór/KA tók á móti FH í fínasta fótboltaveðri. Leikurinn var í daufara lagi og lítið um almennileg færi. FH skoraði mark úr víti í fyrri hálfleik og reyndist það sigurmark leiksins.

Í fyrri hálfleik var heldur róleg stemning og lítið um færi. Heimakonur voru töluvert meira í sókn og náðu einhverjum skotum að markinu en ekkert þeirra var líklegt að enda í markinu.

Sandra María Jessen var sérlega þefvís á að koma sér í skot en það gekk lítið að ógna markinu. FH átti eina og eina rispu og tvö skot rétt framhjá marki Þórs/KA. Undir lok hálfleiksins kom loks mark. FH fékk vítaspyrnu og úr henni skoraði Ída Marín Hermannsdóttir af miklu öryggi. Staðan var 1:0 fyrir FH í hálfleiknum og ekkert í spilunum annað en áframhaldandi barátta.

Og það kom á daginn. FH byrjaði seinni hálfleikinn vel en síðan var leikurinn í jafnvægi og afar lítið um að vera nærri mörkunum. FH hafði fín tök á leiknum og spilaði skynsamlega og heimakonur voru algjörlega bitlausar fram á við.

FH þurfti að spila lokakaflann manni færri eftir að Elísa Lana Sigurjónsdóttir fékk rauða spjaldið. Á þeim kafla voru það gestirnir sem fengi tvö dauðafæri en Shelby Money varði glæsilega frá Thelmu Lóu Hermannsdóttur í báðum tilvikum.

Sigur FH var virkilega sterkur og voru leikmenn Hafnfirðinga einhvern veginn mun hraustari og tilbúnari í baráttu og djöfulgang.
FH nálgast nú Þór/KA en liðin eru nú með 21 og 19 stig.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Valur 1:0 Þróttur R. opna
90. mín. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir (Valur) skorar 1:0 - Valur tekur forystuna! Anna Rakel með frábæra fyrirgjöf inn á teiginn sem finnur Ragnheiði sem klárar frábærlega í markið.
Víkingur R. 1:0 Stjarnan opna
45. mín. Hálfleikur Víkingar leiða eftir þennan nokkuð bragðdaufa fyrri hálfleik!

Leiklýsing

Þór/KA 0:1 FH opna loka
90. mín. Fimm mínútur í uppbótatíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert