11. umferð: Hafa spilað alla leiki félagsins

Bryndís Rut Haraldsdóttir er fyrirliði Tindastóls.
Bryndís Rut Haraldsdóttir er fyrirliði Tindastóls. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Tindastóll frá Sauðárkróki náði þeim áfanga í fyrrakvöld að spila sinn 50. leik í efstu deild kvenna í fótbolta og tveir leikmanna liðsins hafa tekið þátt í öllum fimmtíu leikjunum.

Það eru varnarmaðurinn Bryndís Rut Haraldsdóttir, sem hefur verið í byrjunarliði og fyrirliði liðsins í öllum þessum 50 leikjum, á árunum 2021, 2023 og svo í ár, og miðjumaðurinn Hugrún Pálsdóttir. Þá hefur María Dögg Jóhannesdóttir aðeins misst af einum leik og spilað 49 leiki fyrir félagið í deildinni.

Hugrún Pálsdóttir hefur spilað alla 50 leikina.
Hugrún Pálsdóttir hefur spilað alla 50 leikina. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Kristrún Rut Antonsdóttir úr Þrótti lék sinn 100. leik í efstu deild í gærkvöld þegar Þróttarar töpuðu naumlega fyrir Val á Hlíðarenda, 1:0. Hún á að baki 89 leiki í deildinni með Selfyssingum og hefur síðan spilað alla ellefu leiki Þróttar á þessu tímabili.

Kristrún Rut Antonsdóttir hefur spilað 100 leiki í efstu deild.
Kristrún Rut Antonsdóttir hefur spilað 100 leiki í efstu deild. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Þá náði Akureyrarliðið Þór/KA þeim áfanga í gærkvöld þegar það mætti FH fyrir norðan að spila sinn 400. leik í efstu deild. Þar lék liðið fyrst árið 1993, þá undir merkjum ÍBA, en hefur leikið í deildinni frá árinu 2000  lengst af sem Þór/KA, en einnig sem Þór/KA/KS í fjögur ár. 

FH náði áfanga í sama leik en sigur Hafnarfjarðarliðsins á Akureyri, 1:0, var 100. sigurinn í sögu félagsins í efstu deild, eða frá því félagið varð fyrsti Íslandsmeistarinn í kvennaflokki árið 1972.

Úrslit­in í 11. um­ferð:
Stjarn­an - Kefla­vík 1:0
Tinda­stóll - Breiðablik 0:1
Fylk­ir - Vík­ing­ur R. 0:0
Val­ur - Þrótt­ur R. 1:0
Þór/​KA - FH 0:1

Marka­hæst­ar:
12 Sandra María Jessen, Þór/​​​​​​​​​KA
7 Agla María Al­berts­dótt­ir, Breiðabliki
7 Vig­dís Lilja Kristjáns­dótt­ir, Breiðabliki
7 Am­anda Andra­dótt­ir, Val
6 Jor­dyn Rhodes, Tinda­stóli
6 Andrea Rut Bjarna­dótt­ir, Breiðabliki
5 Haf­dís Bára Hösk­ulds­dótt­ir, Vík­ingi
5 Ísa­bella Sara Tryggva­dótt­ir, Val
5 Jasmín Erla Inga­dótt­ir, Val
4 Eva Rut Ásþórs­dótt­ir, Fylki
4 Kristrún Rut Ant­ons­dótt­ir, Þrótti
4 Snæ­dís María Jör­unds­dótt­ir, FH
3 Birta Georgs­dótt­ir, Breiðabliki
3 Br­eu­kelen Wood­ard, FH
3 Fann­dís Friðriks­dótt­ir, Val
3 Guðrún Elísa­bet Björg­vins­dótt­ir, Val
3 Hannah Sharts, Stjörn­unni
3 Hildigunn­ur Ýr Bene­dikts­dótt­ir, FH
3 Ída Marín Hermannsdóttir, FH
3 Katrín Ásbjörns­dótt­ir, Breiðabliki
3 Selma Dögg Björg­vins­dótt­ir, Vík­ingi
3 Sig­dís Eva Bárðardótt­ir, Vík­ingi

Næstu leik­ir:
6.7. Tindastóll - Stjarnan
7.7. Víkingur R. - Valur
7.7. Keflavík - Fylkir
7.7. Þróttur R. - Þór/KA
7.7. FH - Breiðablik

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert