Ekki ofhugsa hvað hinir eru að gera

Haukur Páll Sigurðsson er nú aðstoðarþjálfari hjá Val og var …
Haukur Páll Sigurðsson er nú aðstoðarþjálfari hjá Val og var til svara eftir sigur á Fylki í kvöld. mbl.is/Kristín Hallgrímsdóttir

„Ég veit ekki hvort hægt sé að segja að við höfum verið lengi í gang því Fylkismenn voru mjög þéttir í fyrri hálfleik svo það var erfitt að opna þá en heilt yfir var frammistaða okkar mjög góð – höldum hreinu og skorum fjögur – mörk svo ég heilt yfir mjög ánægður,“ sagði Haukur Páll Sigurðsson aðstoðarþjálfari Vals eftir 4:0 sigur á Fylki þegar liðin mættust í efstu deild karla í fótbolta í dag.

Valsmenn gerðu fjórar breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta leik. „Við höfum verið í smá veseni þegar menn eru aðeins tæpir og meiddir en það fylgir þessu og ástæðan fyrir því að við erum með stóran og góðan leikmannahóp því þá hafa menn stigið inn og gerðu það mjög vel í dag.  Vonandi fara þessi meiðslavesen að lagast hjá okkur og við lítum bara jákvæðir á framhaldið,“ sagði aðstoðarþjálfarinn.

Valsmenn tóku með sigrinum 2. sætið af Blikum, sem gerðu 2:2 jafntefli við Vestra fyrir vestan. „ Við pælum ekkert í öðrum úrslitum, einbeitum okkur bara að okkur sjálfum, það er númer eitt, tvö og þrjú.  Ef maður fer að ofhugsa hvað andstæðingar okkar í deildinni eru að gera þá held ég að þetta fari í eitthvað bull.  Það er því langbest að einbeita okkur að okkar leik og hverjum við mætum hverju sinni, það er aðalatriðið,“ bætti Haukur Páll við.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert