Patrick sló markamet Inga

Patrick Pedersen er kominn með 11 mörk á þessu tímabili …
Patrick Pedersen er kominn með 11 mörk á þessu tímabili og 110 mörk alls. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Patrick Pedersen sló markamet Valsmanna í efstu deild karla í knattspyrnu í dag þegar hann skoraði tvívegis fyrir þá í sigrinum á Fylki, 4:0, á Hlíðarenda.

Ingi Björn Albertsson skoraði 109 mörk fyrir Val og 126 …
Ingi Björn Albertsson skoraði 109 mörk fyrir Val og 126 mörk alls í deildinni. Ljósmynd/BB

Patrick hefur þar með skorað 110 mörk fyrir Val í 176 leikjum í deildinni og sló markametið sem Ingi Björn Albertsson átti en hann skoraði 109 mörk fyrir Valsmenn í 160 leikjum á árunum 1970 til 1987.

Ingi hefur þó enn vinninginn á Patrick í mörkum í deildinni því hann skoraði líka 17 mörk fyrir FH og er næstmarkahæstur í sögu deildarinnar með 126 mörk, á eftir Tryggva Guðmundssyni sem skoraði 131 mark fyrir ÍBV, KR, FH og Fylki.

Patrick er fjórði markahæstur í deildinni frá upphafi og á nú stutt eftir í að ná Atla Viðari Björnssyni sem skoraði 113 mörk fyrir FH og er í þriðja sæti markalistans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert