Keflavík skildi Fylki eftir í slæmum málum

Keflvíkingar fögnuðu langþráðum sigri í dag.
Keflvíkingar fögnuðu langþráðum sigri í dag. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Keflavík hafði betur gegn Fylki, 1:0, í miklum botnslag í Bestu deild kvenna í fótbolta í Keflavík í dag.

Keflavík er nú með níu stig og aðeins einu stigi á eftir Þrótti og öruggu sæti. Fylkir er á botninum með sex stig, fjórum stigum frá öruggu sæti.

Keflvíkingar voru mun sterkari framan af leik og var það verðskuldað þegar Eva Lind Daníelsdóttir skoraði fallegt fyrsta mark leiksins á 22. mínútu með góðu skoti utan teigs.

Fylkiskonur sköpuðu sér nánast ekkert í hálfleiknum og var staðan eftir hann 1:0.

Fylkir fékk fínt færi á 54. mínútu er Abigail Boyan slapp inn fyrir vörn Keflavíkur en hún skaut framhjá úr nokkuð þröngu færi.

Eftir það gekk báðum liðum illa að skapa sér færi. Sóknarleikur Fylkis var ekki upp á marga fiska á meðan liðsmenn Keflavíkur voru sáttir við stöðuna og urðu mörkin því ekki fleiri.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Víkingur R. 0:2 Valur opna
90. mín. Leik lokið Rólegur seinni hálfleikur og lokatölur 2:0
Þróttur R. 1:4 Þór/KA opna
63. mín. Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA) skorar 1:4 - Karen er að gera út um leikinn! Aftur er það Hulda Ósk sem kemur með frábæra stungusendingu á Karen sem klárar í markið.
FH 0:0 Breiðablik opna
Engir atburðir skráðir enn

Leiklýsing

Keflavík 1:0 Fylkir opna loka
90. mín. Tinna Harðardóttir (Fylkir) fær gult spjald Sparkaði boltanum í burtu eftir að Hreinn var búinn að flauta.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert