Leik FH gegn Vestra í Bestu deild karla í knattspyrnu hefur verið seinkað en hann átti að byrja klukkan 14.00 á Ísafirði í dag.
Mikil þoka er á Ísafirði og leiknum hefur verið seinkað um að lámarki klukkustund því flugi FH var frestað.
Leikurinn fer í fyrsta lagi fram klukkan 15:00 í dag. Mikil þoka er á Ísafirði og eru okkar menn ekki enn farnir af stað með flugi.
— FHingar (@fhingar) July 27, 2024
Meira síðar. https://t.co/5FMduOFBvI
Vestri er enn að leita af fyrsta sigrinum á nýja heimavelli þeirra en liðið tapaði 5:1 gegn Val í fyrsta leik liðsins þar, tapaði, 3:1, gegn Fram, gerði 2:2 jafntefli gegn Breiðabliki og tapaði síðast 2:0 gegn KA.
Vestri er í 11. og næst neðsta sæti með 12 stig en FH er í fjórða sæti með 25 stig.
Uppfært:
Flugi FH var aftur frestað og nýr leiktími er klukkan 16.00 á morgun samkvæmt KSÍ.is.