18. umferð: Fanndís í fámennan hóp - Berglind 200, Sandra fyrst í 8 ár

Fanndís Friðriksdóttir er með 250 leiki og 119 mörk í …
Fanndís Friðriksdóttir er með 250 leiki og 119 mörk í deildinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fanndís Friðriksdóttir, knattspyrnukonan reynda í Val, komst í afar fámennan hóp íslenskra kvenna í gær þegar Valur vann FH, 4:2, í 18. umferð Bestu deildarinnar í Kaplakrika.

Fanndís lék þar sinn 250. leik í efstu deild hér á landi og er þar með aðeins sjöunda konan sem nær þeim leikjafjölda í sögu deildarinnar. Af þessum leikjum eru 173 fyrir Breiðablik, þar sem hún er næstleikjahæst frá upphafi, og 77 fyrir Val en Fanndís hefur leikið með Val frá 2018. Deildaleikir hennar heima og erlendis eru samanlagt orðnir 306 og þar er hún einnig sjöunda hæst af íslenskum knattspyrnukonum. Þá skoraði Fanndís í leiknum sitt 119. mark í deildinni og er þar í 13. sæti yfir þær markahæstu frá upphafi.

Þessar sjö eru leikjahæstar í íslensku deildinni:

333 Sandra Sigurðardóttir
309 Málfríður Erna Sigurðardóttir
269 Dóra María Lárusdóttir
268 Arna Sif Ásgrímsdóttir
262 Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
252 Harpa Þorsteinsdóttir
250 Fanndís Friðriksdóttir

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, samherji hennar í Val og áður samherji með Breiðabliki, lék sinn 200. leik í deildinni á sama tíma. Hún er 23. konan sem nær þeim leikjafjölda í deildinni en fyrr á árinu bættust Anna María Baldursdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir í 200 leikja hópinn.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir - 200 leikir í deildinni.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir - 200 leikir í deildinni. Ljósmynd/Valur

Þriðja áfanganum í sama leik náði Jasmín Erla Ingadóttir sem skoraði eitt marka Vals og gerði þar sitt 40. mark í deildinni.

Fyrrnefnd Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði fyrir Breiðablik í sigri á Víkingi, 4:0. Það var hennar 92. mark í deildinni og hún jafnaði þar við Rakel Logadóttur í 17. sætinu yfir þær markahæstu í deildinni frá upphafi.

Sandra María Jessen er komin með 20 mörk í 18 …
Sandra María Jessen er komin með 20 mörk í 18 leikjum og er langmarkahæst í deildinni. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Sandra María Jessen skoraði sitt 19. og 20. mark í deildinni í ár þegar hún gerði bæði mörk Þórs/KA í jafntefli gegn Fylki í Árbænum, 2:2. Sandra er fyrst í deildinni í átta ár til að ná 20 mörkum en síðust til að afreka það var Harpa Þorsteinsdóttir sem skoraði 20 mörk fyrir Stjörnuna í deildinni árið 2016. Sandra á enn eftir að leika fimm leiki á tímabilinu með Þór/KA.

Marín Rún Guðmundsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild þegar hún gerði mark Keflavíkur í jafntefli gegn Tindastóli á Sauðárkróki, 1:1, en þetta var hennar 34. leikur í deildinni.

Berglind Freyja Hlynsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í deildinni, í sínum 7. leik, þegar hún geri seinna mark FH í ósigrinum gegn Val.

Úrslit­in í 18. um­ferð:
FH - Val­ur 2:4
Breiðablik - Vík­ing­ur R. 4:0
Fylk­ir - Þór/​KA 2:2
Stjarn­an - Þrótt­ur R. 1:2
Tinda­stóll - Kefla­vík 1:1

Marka­hæst­ar:
20 Sandra María Jessen, Þór/​​​​​​​​​​​​​​​​KA
10 Jor­dyn Rhodes, Tinda­stóli
10 Vig­dís Lilja Kristjáns­dótt­ir, Breiðabliki
8 Jasmín Erla Inga­dótt­ir, Val
7 Agla María Al­berts­dótt­ir, Breiðabliki

7 Am­anda Andra­dótt­ir, Val
7 Andrea Rut Bjarna­dótt­ir, Breiðabliki
7 Katrín Ásbjörns­dótt­ir, Breiðabliki
6 Birta Georgs­dótt­ir, Breiðabliki

6 Br­eu­kelen Wood­ard, FH
6 Ísa­bella Sara Tryggva­dótt­ir, Val

5 Elísa Lana Sig­ur­jóns­dótt­ir, FH
5 Haf­dís Bára Hösk­ulds­dótt­ir, Vík­ingi
5 Hildigunnur Ýr BEnediktsdóttir, FH
5 Kar­en María Sig­ur­geirs­dótt­ir, Þór/​​​KA
5 Kristrún Rut Ant­ons­dótt­ir, Þrótti
5 Linda Líf Boama, Vík­ingi
5 Shaina Ashouri, Vík­ingi
5 Snæ­dís María Jör­unds­dótt­ir, FH
5 Úlfa Dís Úlfars­dótt­ir, Stjörn­unni

Næstu leik­ir:
30.8. Valur - Þróttur R.
30.8. Breiðablik - Víkingur R.
31.8. Þór/KA - FH
  1.9. Tindastóll - Keflavík
  2.9. Stjarnan - Fylkir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert