Aron Einar þarf að finna sér betra lið

Aron Einar Gunnarsson á að baki 103 A-landsleiki.
Aron Einar Gunnarsson á að baki 103 A-landsleiki. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, þarf að finna sér betra lið ætli hann sér að snúa aftur í landsliðið undir stjórn Åge Hareide. 

Þetta kom fram á fjarfundi landsliðsþjálfarans með fjölmiðlamönnum í dag en Hareide tilkynnti 24-manna leikmannahóp sinn fyrir komandi landsleiki gegn Svartfjallalandi og Tyrklandi í hádeginu.

Aron Einar, sem er 35 ára gamall, snéri heim úr atvinnumennsku í sumar og samdi við uppeldisfélag sitt Þór en liðið er í 10. og þriðja neðstasæti 1. deildarinnar.

Verður að spila í sterkari deild

„Við höfum verið í góðu sambandi og það var ánægjulegt að heyra það að hann er að styrkjast eftir erfið meiðsli,“ sagði Hareide þegar hann ræddi um Aron Einar.

„Það er hins vegar klárt mál að hann verður ekki valinn á meðan hann er að spila með Þór í 1. deildinni.

Hann verður að spila í sterkari deild ef hann ætlar sér að komast aftur í landsliðið,“ bætti landsliðsþjálfarinn við.

Aron Einar Gunnarsson í leik með Þórsurum í sumar.
Aron Einar Gunnarsson í leik með Þórsurum í sumar. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert