Höfðum gæðin framan við markið

Ásta Eir Árnadóttir, til vinstri, fylgist með Caroline Murray í …
Ásta Eir Árnadóttir, til vinstri, fylgist með Caroline Murray í leiknum í kvöld. mbl.is/Eyþór

Ásta Eir Árnadóttir fyrirliði Breiðabliks var heldur betur sátt með 4:1 sigur á Þrótti í Bestu deild kvenna í fótbolta í Laugardalnum í kvöld en sigurinn heldur Breiðabliki á toppnum.

Spurð út í það hvort það væri þreyta í liðinu eftir Meistaradeildina sagði Ásta þetta:

„Eftir á að hyggja nei, enda var mjög gott að vinna leikinn þrátt fyrir að vera svolítið sloppý á köflum og þetta var alls ekki okkar besti leikur. Við höfðum gæðin fyrir framan markið en ekki þær og var það kannski munurinn á liðunum í kvöld."

Það var stórt atvik á níundu mínútu leiksins þegar Elín Helena keyrir Freyju Karín sóknarmann Þróttar niður þegar hún var sloppinn ein í gegn Hvað fannst Ástu um það atvik?

„Ef ég á að vera alveg hreinskilin að þá var ég að bíða eftir flautinu en það kom ekkert, ég talaði svo við Elínu Helenu og henni fannst þær bara hlaupa saman."

Eftir tuttugu mínútur takið þið yfir, leikinn hvernig lýsirðu því?

„Það tók okkur smá tíma að átta okkur á þeirra pressu en þær spegluðu svolítið okkar uppstillingu og í seinni hálfleik fannst mér við leysa hana betur."

Það eru þrír leikir eftir, verður Breiðablik Íslandsmeistari í haust?

„JÁ.” sagði Ásta Eir í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert