Verður mikið undir í hverjum leik

HK-ingar fagna marki í kvöld.
HK-ingar fagna marki í kvöld. mbl.is/Ólafur Árdal

Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK var skiljanlega svekktur þegar hann ræddi við mbl.is eftir tap gegn Breiðabliki, 5:3, í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. HK var með 2:1 forskot í hálfleik en Blikar komust í 5:2 í seinni hálfleik.

„Mér fannst vendipunkturinn vera jöfnunarmarkið þeirra. Við vorum klaufar í því marki og ákvörðunartökurnar voru lélegar.

En svo var það auðvitað stórt að lenda undir, 3:2, þegar við vorum nálægt því að komast í 3:2, sérstaklega því það gerðist stuttu eftir að við fengum 2:2 markið á okkur,“ sagði Ómar.

Eiður Gauti Sæbjörnsson var hársbreidd frá því að koma HK í 3:2 en Viktor Örn Margeirsson bjargaði á línu. Nokkrum sekúndum síðar skoraði Breiðablik. Ómar hélt fyrst að boltinn hafi farið inn fyrir línuna og að HK hafi skorað mark.

Ómar Ingi Guðmundsson
Ómar Ingi Guðmundsson Ljósmynd/Kristinn Steinn

„Það er erfitt að sjá það. Mér fannst það líklegra þangað til ég sá það aftur. Við treystum því að þetta hafi verið rétt,“ sagði hann.

Ómar var svekktur yfir að Breiðablik hafi þurft að hafa lítið fyrir mörkunum sínum í kvöld, að hans mati. „Í hálfleik töluðum við um að þetta yrði áfram erfitt og við vissum að við þyrftum að verjast. Það er leiðinlegt að mörkin koma frá að við gefum boltann frá okkur. Það er dýrt.“

Áðurnefndur Eiður Gauti spilaði vel í dag, skoraði eitt mark og hefði getað skorað nokkur til viðbótar.

„Líkamlegt ástand hans er alltaf að verða betra og betra. Hann fékk höfuðhögg loksins þegar hann var klár að spila fyrsta leik. Hann hefur síðan komið með mörk og hefur alltaf verið góður í fótbolta. Vonandi getur hann haldið áfram að hjálpa okkur,“ sagði hann.

Fram undan eru fimm úrslitaleikir hjá HK þar sem liðið freistar þess að halda sæti sínu í deildinni. „Þetta verður erfitt. Það verður mikið undir í hverjum leik. Við verðum að vera klárir í þau verkefni,“ sagði Ómar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert