Leiktímum breytt í umspilinu

Sindri Snær Magnússon og félagar í Keflavík spila gegn ÍR …
Sindri Snær Magnússon og félagar í Keflavík spila gegn ÍR á miðvikudag og sunnudag. mbl.is/Eyþór Árnason

Báðum leikjunum í einvígi ÍR og Keflavíkur í undanúrslitum umspils 1. deildar karla í knattspyrnu um laust sæti í Bestu deildinni hefur verið flýtt um einn dag.

Upphaflega áttu leikirnir að fara fram á fimmtudag og mánudag líkt og leikirnir í hinni undanúrslitaviðureigninni, á milli Aftureldingar og Fjölnis, en fara þess í stað fram á miðvikudegi og sunnudegi.

Fyrri leikur ÍR og Keflavíkur í Breiðholti fer fram klukkan 16.45 á miðvikudag og síðari leikurinn í Keflavík klukkan 14 á sunnudag.

Fyrri leikur Aftureldingar og Fjölnis fer fram í Mosfellsbæ klukkan 19.15 á fimmtudagskvöldið og sá síðari í Grafarvogi klukkan 15.45 á mánudag eftir slétta viku.

Úrslitaleikurinn fer svo fram á Laugardalsvelli laugardaginn 28. september klukkan 16.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert