Víkingur og Þróttur skildu jöfn

Hulda Ösp Ágústsdóttir kemur Víkingi yfir með marki á 63. …
Hulda Ösp Ágústsdóttir kemur Víkingi yfir með marki á 63. mínútu. mbl.is/Eyþór Árnason

Víkingur og Þróttur skildu jöfn, 1:1, í þriðju umferð efri hluta Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í Fossvoginum í kvöld. 

Úrslitin þýða að Víkingur er áfram í fjórða sæti með 33 stig en Þróttur er í fimmta sæti með 25 stig. 

Fyrri hálfleikur var afar rólegur og var lítið um færi. Þróttur var þó meira með boltann en náði ekki að skapa sér nein dauðafæri. 

Markalaust í hálfleik. 

Víkingar byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti. Hulda Ösp Ágústsdóttir fékk fínt færi til að koma Víkingi yfir á 49. mínútu þegar hún slapp ein í gegn en Mollee Swift sá við henni. 

Á 64. mínútu skoraði Hulda Ösp fyrsta mark leiksins. Það kom eftir frábært hlaup frá Emmu Steinsen upp hægri kantinn sem sendi boltann fyrir markið. María Eva Eyjólfsdóttir, varnarmaður Þróttar, komst fyrir sendinguna en náði ekki að bægja hættunni frá og skoraði Hulda Ösp af stuttu færi. 

Linda Líf Boama fékk gott færi til að innsigla sigur Víkings á 80. mínútu. Linda Líf fékk boltann rétt fyrir utan teiginn, keyrði að markinu og átti síðan skot rétt framhjá. 

Varamaðurinn Þórdís Nanna Ágústsdóttir jafnaði metin fyrir Þrótt á 85. mínútu. Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir átti sendingu sem fór Í Þórdísi og þaðan í netið. 

Þórdís Nanna fékk dauðafæri á lokamínútu venjulegs leiktíma til koma Þrótti yfir. Þórdís fékk boltann inn fyrir og var alein á móti Sigurborgu Kötlu en á einhvern ótrúlegan hátt skaut framhjá. 

Fleiri urðu færin ekki og lokaniðurstöður í kvöld 1:1 jafntefli. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Víkingur R. 1:1 Þróttur R. opna loka
90. mín. Emma Steinsen Jónsdóttir (Víkingur R.) á skot framhjá Skot af löngu færi, langt framhjá.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert