„Ekkert eðlilega sætt“

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, í leiknum í dag.
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, í leiknum í dag. mbl.is/Ólafur Árdal

Mikil trú og mikil liðsheild hjá strákunum í dag eins og hefur verið í allt sumar og mér finnst við eiga það skilið að klára þetta,“ sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir 1:0-sigur gegn Keflavík í úrslitaleik um sæti í Bestu deild karla í knattspyrnu á næsta ári.

„Þetta var lokaður leikur eins og mátti búast við, það var mikið undir. Við náum þessu marki á síðustu 20 mínútunum og gerðum vel.

Við reyndum að stilla spennustigið betur en í fyrra þegar við töpuðum hérna og mér fannst við gera það og finnst við vera betri og þora að spila meira. Frábær varnaleikur var svo það sem skilaði þessu,“ sagði Magnús Már Einarsson í viðtali við mbl.is eftir leikinn í dag.

Liðið tapaði, 1:0, gegn Vestra í fyrra í úrslitaleiknum en í ár tókst þeim að sigra.

Hversu sætt var að sjá boltann í netinu?

„Það var ekkert eðlilega sætt. Bara besta augnablik sem ég veit um en ég held að við höfum grætt á því og það var lærdómur að tapa í fyrra. Við ákváðum að taka því og læra af því og höfum gert það svo sannarlega, bæði félagið og allir í kringum þetta hafa lært mikið á leiðinni.

Ég held að við séum miklu meira tilbúnir til að takast á við Bestu deildina núna en við vorum í fyrra og við þurfum að gefa ennþá meira í og sýna að við séum klárir á næsta ári.“

Verða miklar breytingar á liðinu?

„Þetta er einstakur hópur geggjuð liðsheild og trú en svo þurfum við bara að sjá. Það eru alltaf einhverjar breytingar á milli ára en við þurfum fyrst og fremst að halda í kjarnann hérna og svo byggjum við ofan á það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert