Við byrjuðum rosalega vel

Fyrirliðinn Arna Eiríksdóttir kastar sér fyrir boltann í dag. Elín …
Fyrirliðinn Arna Eiríksdóttir kastar sér fyrir boltann í dag. Elín Helena Karlsdóttir reynir skotið. Arnþór Birkisson

„Við byrjuðum leikinn alveg rosaleg vel og áttum góðan kafla í byrjun þegar við skorum svo mér fannst við alveg viðbúnar hvað Breiðablik ætlaði að gera,“ Arna Eiríksdóttir fyrirliði FH sem þurfti samt að sætta sig við 4:2 fyrir Blikum er liðin áttust við á Kópavogsvelli í dag er leikið var í 4. og næstsíðustu umferð efstu deildar kvenna í fótbolta.

FH skoraði fyrsta mark leiksins, þurfti síðan að sækja þrjá bolta í netið en svo skoraði FH aftur og allt mögulegt en þá gerði Breiðablik út um leikinn. „Við viljum auðvitað  vinna alla leiki en síðustu leikir okkar hafa meira snúist um að reyna vinna hvern leik frekar en vera að keppa að einhverju sæti – við vitum að við erum ekki sömu stöðu og Valur og Breiðablik,“ sagði fyrirliðinn og ánægð með hvað lið hennar hefur gert í sumar. 

„Ég er mjög sátt við liðið okkar í sumar.  Höfum verið með langyngsta liðið og gefið ótrúlega ungum leikmönnum risastór hlutverk og þeir hafa vaxið í þeim svo ég held að við getum verið ágætlega sáttar þó við séum að sjálfsögðu ekki sáttar með niðurstöðuna í dag,“ bætti Arna við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert