Vonandi fáum við troðfullan Hlíðarenda

Anna Rakel Pétursdóttir skoraði fallegt mark í dag.
Anna Rakel Pétursdóttir skoraði fallegt mark í dag. Kristinn Magnússon

Anna Rakel Pétursdóttir leikmaður Vals var glöð eftir 2:1 sigur á Víkingum í næst síðustu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag.

Anna Rakel skoraði sigurmark Vals í dag beint úr aukaspyrnu en hún skoraði líka sigurmarkið fyrir norðan í þriðju umferð efri hlutans og var það einnig stórglæsilegt en hvernig var tilfinningin að sjá boltann í netinu í fyrri hálfleiknum?

„Mjög góð, bara mikilvægt að taka þrjú stig í þessum,” sagði Anna hógvær í samtali við mbl.is eftir leik.

Þú spilaðir á miðjunni í dag í fjarveru Katie Cousins hvernig var það?

„Bara mjög gaman ég er auðvitað gamall miðjumaður en það var langt síðan síðast.”

Leikurinn var frekar hægur og þið 2:0 yfir í hálfleik átti bara að sigla þessu heim?

„Nei við ætluðum að bæta í og setja fleiri mörk en það gerðist ekki en 2:1 sigur er bara flott.”

Það er úrslitaleikur eftir viku á Hlíðarenda hvernig verður næsta vika og hvernig leggst þetta í þig?

„Leggst mjög vel í mig og við erum allar klárar í þennan leik og sjáum vonandi troðfullan Hlíðarenda enda alvöru úrslitaleikur,” sagði Anna Rakel í samtali við mbl eftir leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert