Breyting á landsliðshópnum

Óskar Borgþórsson kemur inn í hópinn í staðinn fyrir Kristian …
Óskar Borgþórsson kemur inn í hópinn í staðinn fyrir Kristian Nökkva Hlynsson. Eyþór Árnason

Ólafur Ingi Skúlason þjálfari U21 árs landsliðs Íslands í fótbolta hefur gert eina breytingu á hópnum sem mætir Litháen og Danmörku í undankeppni EM síðar í mánuðinum.

Kristian Nökkvi Hlynsson meiddist í leik Ajax og Slavia Prag í Evrópudeildinni í gærkvöldi og er óleikfær. Þess í stað hefur Óskar Borgþórsson verið kallaður inn í hópinn, en Óskar leikur með Sogndal í Noregi.

Ísland er í þriðja sæti I-riðils með níu stig eftir sex leiki. Danmörk er á toppnum með 14 stig og Wales í öðru, einnig með 14 stig. Þau hafa bæði leikið sjö leiki. Tékkland er í fjórða með átta stig og Litháen er án stiga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert