Skagamenn skelltu FH og eiga möguleika á Evrópu

Jón Gísli Eyland fagnar marki sínu í dag.
Jón Gísli Eyland fagnar marki sínu í dag. mbl.is/Guðmundur Bjarki

Áður en mínúta var liðin komst FH í forystu gegn ÍA þegar liðin mættust á Skipaskaga í dag og nóg var fjörið en þrátt fyrir sækja stíft, sóttu Skagamenn líka hratt og nýtti færin sín betur í 4:1 sigri.  Fyrir vikið er ÍA komið með 37 stig í neðri hluta keppninni í fótbolta karla, einu stigi minna en Stjarnan og tveimur minna en Valur, sem reyndar spila bæði síðar í dag.

FH-menn voru komið í sókn áður en mínúta var liðin, brotið á þeim svo dæmd var aukaspyrna rétt utan við hægri vítateigslínu, sem Kári Kjartan Halldórsson þrumaði út við hægri stöngina og staðan 0:1 áður en mínúta var liðin.

Fjörið hélt áfram, bæði lið áköf í hröðum sóknum en frekar að vörn ÍA þyrfti að verjast á meðan sóknir Skagamanna voru mest í hraðanum.  Einmitt úr einni slíkri  snöggri sókn á 10. mínútu jafnaði Viktor Jónsson  þegar hann fékk frábæra sendingu Steinars Þorsteinssonar frá hægri kantinum inn að markteigslínu, þaðan sem Viktor skallaði boltann í hægra hornið.  Staðan jöfn, 1:1.

Ólafur Guðmundsson og Viktor Jónsson í baráttunni í dag.
Ólafur Guðmundsson og Viktor Jónsson í baráttunni í dag. mbl.is/Guðmundur Bjarki

Aðeins þremur mínútum síðar komst ÍA yfir.  Þá braust Hinrik Harðarson upp völlinn með boltann, sem barst til Hauk Andra Haraldsson sem komst upp að endalínu og gaf fyrir út í teig.  Þar kom Jón Gísli Eyland á fullri ferð og þrumaði upp í netið.

FH hélt áfram að sækja meira en á 21. mínútu náði ÍA svo 3:1 forystu.  Þá var FH í sókn en missti boltann og Haukur Andri þrumaði upp völlinn þar sem Johannes Vall varnarmaður tók á sprett með varnarmenn á eftir sér, náði að rekja boltann inn í vítateig vinstra megin og þruma svo í hægri stöngina og inn.

Enn sótti FH en á 28. mínútu fékk Skagamaðurinn Viktor tækifæri til auka enn forystu ÍA þegar Jón Gísli átti frábæra sendingu frá hægri kanti á markteigslínu en markahrellinum tókst ekki að nýta færið.

Áfram hélt fjögur leikur og frekar að FH næði þyngri sóknum en tókst ekki að búa til bestu færi því vörn ÍA og markmaðurinn Árni Marinó Einarsson var vel vakandi á vaktinni.  Það segir síðan sitt að FH fékk 9 hornspyrnur í fyrri hálfleik.

Johannes Wall spyrnir í boltann í dag.
Johannes Wall spyrnir í boltann í dag. mbl.is/Guðmundur Bjarki

Áður en tvær mínútur voru liðnar af seinni hálfleik var ÍA komið í 4:1 forystu.  Leikurinn varla byrjaður þegar Oliver Stefánsson átti lúmska sendingu inn fyrir vörn FH og Hinrik Harðarson tók á sprett, náði boltanum og rakti aðeins inn í vítateig FH þaðan sem hann skaut undir markmann FH.

Gestirnir úr Hafnarfirði reyndu að komast í gang en Akurnesingar voru búnir að finna taktinn, vörðust vel og héldu boltanum á miðjunni en reyndu mest að finna glufur til að skjótast upp völlinn og stinga vörn FH af.

Það varð hinsvegar fátt um fína drætti, leikurinn að mestu barátta á miðjunni og lítil hætta í sóknum beggja liða.

Reyndar átti Viktor skot á mark á 74. mínútu eftir lipurt samspil við Johannes inni í vítateig FH en skotið ekki gott og Daði Freyr markmaður smellti sér niður til að verja. 

Að loknum leikjum dagsins eiga Skagamenn eftir að mæta Víkingum á Akranesi laugardaginn 19. október og sækja síðan Val heim viku síðar.   Í næstu umferð sömu leikdaga fær FH Val í heimsókn og í lokaleiknum fara Hafnfirðingar í Garðabæinn til móts við Stjörnuna.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Aston Villa 0:0 Man. United opna
90. mín. Leik lokið Liðin skipta með sér stigunum í dag.
KA 0:4 KR opna
87. mín. Benoný Breki Andrésson (KR) skorar 0:4. KR-ingar sundurspila KA-menn og Benóný Breki kemst einn gegn Steinþóri.
Víkingur R. 0:0 Stjarnan opna
1. mín. Leikur hafinn Víkingar byrja leikinn.
HK 0:0 Fylkir opna
1. mín. Leikur hafinn Fylkismenn byrja með boltann og sækja til austurs, í áttina að hesthúsunum, nú eða bara í átt til vinstri, séð úr stúkunni.

Leiklýsing

ÍA 4:1 FH opna loka
90. mín. Leik lokið +4 mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert