Þorsteinn ósáttur: Galið og hallærislegt

Þorsteinn Halldórsson og Glódís Perla Viggósdóttir.
Þorsteinn Halldórsson og Glódís Perla Viggósdóttir. Eggert Jóhannesson

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta er allt annað en sáttur við að Gullboltinn, Ballon d'Or, eftirsótti sé veittur í miðjum landsliðsglugga í kvennafótboltanum.

Verðlaunin hlýtur það knattspyrnufólk sem þykir hafa skarað fram í heiminum. Verðlaunaathöfnin er haldin 28. október í París. Glódís Perla Viggósdóttir er tilnefnd í kvennaflokki en hún verður í landsliðsverkefni í Bandaríkjunum þegar athöfnin fer fram.

„Mér finnst það galið. Það er alveg vitað að bestu leikmennirnir eru í landsliðunum og geta ekki mætt á svæðið. Mér finnst þetta hallærislegt,“ sagði Þorsteinn við mbl.is og hélt áfram:

„Það eru tvær leiðir í þessu, annað hvort að halda þetta á tíma þar sem allir komast, eða halda þetta í tvennu lagi og gera sér athöfn fyrir konur. Menn eru ekki að hugsa þetta á þeim nótum að þetta sé fyrir alla,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert