Åge: Ég ræddi við hann í einrúmi

Åge Hareide og Kolbeinn Birgir Finnsson.
Åge Hareide og Kolbeinn Birgir Finnsson. Ljósmynd/Alex Nicodim og Ljósmynd/Szilvia Micheller

Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands, sagðist hafa rætt við landsliðsmanninn Kolbein Birgi Finnsson eftir leikinn gegn Wales síðastliðið föstudagskvöld. 

Leiknum lauk 2:2 en Kolbeinn var í byrjunarliðinu og var tekinn af velli í hálfleik þegar staðan var 2:0 fyrir Wales. Hann hafði þá sofið á verðinum í báðum mörkum Walesverja. 

Logi Tómasson kom inn á í hans stað og skoraði fyrra markið og bjó til það seinna. 

Åge sagðist hafa rætt við Kolbein eftir leikinn.

„Ég ræddi við hann í einrúmi og við gerðum það einnig sem lið. Við sýndum honum það sem hann gerði vel gegn Tyrklandi og Englandi. 

Fótbolti er leikur mistaka. Allir gera mistök, meira að segja á stærstu stundunum. Hann er góður leikmaður og kemur til baka,“ sagði Åge. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert