Landsleiknum frestað? „Ekki í okkar höndum“

Landsleikurinn gegn Tyrklandi á morgun verður mögulega frestað.
Landsleikurinn gegn Tyrklandi á morgun verður mögulega frestað. Árni Sæberg

Möguleiki er á að leik Íslands gegn Tyrklandi í þjóðadeild karla í fótbolta verði frestað á morgun vegna frosts í jörðu.  

Eins og staðan er núna mun leikurinn fara fram á morgun en eftirlitsmaður UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, og stjórnendur og vallastarfsmenn KSÍ funduðu í dag.

„Leikurinn er á dagskrá á morgun og það er ekki í okkar höndum hvernig það fer,“ sagði Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ, í samtali við mbl.is.

„Við vinnum út frá því að leikurinn sé á morgun. Við skoðum stöðuna þá, en við reiknum með því að við spilum á morgun, þar til annað kemur í ljós.

Það er erfitt að segja of mikið um eitthvað sem við getum ekki stjórnað, en vonandi getum við spilað á morgun,“ sagði Jörundur.

Fyrir hádegi á morgun mun fara fram skipulagsfundur með eftirlitsmanni UEFA, fulltrúum knattspyrnusamband Íslands og Tyrklands, lögreglu og fleirum.

Eini möguleikinn sem stendur til boða er að fresta leiknum til þriðjudags en landsleikjaglugginn er ekki opinn lengur en það.  

Bæði íslenska og tyrkneska landsliðið æfðu inni í Miðgarði í dag vegna kulda og vallaraðstæðna.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka