Formaðurinn hættir eftir 21 ár í starfi

Börkur Edvardsson heiðrar Margréti Láru Viðarsdóttur á sínum tíma.
Börkur Edvardsson heiðrar Margréti Láru Viðarsdóttur á sínum tíma. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Börkur Edvardsson hefur tilkynnt að hann hætti sem formaður knattspyrnudeildar Vals eftir 21 ár í starfi þegar haustfundur félagsins fer fram næstkomandi mánudag.

Börkur tók við sem formaður knattspyrnudeildarinnar árið 2003 og unnu kvenna- og karlaliðin til alls 14 Íslandsmeistaratitla og tíu bikarmeistaratitla á þeim tíma.

„Ég hef ákveðið að láta staðar numið eftir 21 ár í sjálfboðaliðastarfi og mun ekki bjóða mig fram til formanns né til stjórnarsetu í knattspyrnudeild Vals á komandi haustfundi félagsins sem haldinn verður 21. október,“ skrifaði hann í opinni færslu á Facebook-síðu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert