Búið að seinka stórleiknum í lokaumferðinni

Kristinn Steindórsson og Nikolaj Hansen slást um efsta sæti Bestu …
Kristinn Steindórsson og Nikolaj Hansen slást um efsta sæti Bestu deildarinnar með Breiðabliki og Víkingi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslandsmeistarar Víkings mæta Breiðabliki í lokaleik Bestu deildar karla í knattspyrnu á Víkingsvelli í 27. umferðinni sunnudaginn 27. október. 

Upphaflega átti leikurinn að fara fram klukkan 14 en hann hefur nú verið færður til 18.30 og verður því kvöldleikur undir fljóðljósum. 

Liðin tvö eru í fyrsta og öðru sæti deildarinnar með 56 stig en Víkingar eru ofar á markatölu. 

Víkingar eru búnir að tryggja sér úrslitaleikinn en Breiðablik þarf allavega stig gegn Stjörnunni til að vera með í baráttunni í síðustu umferð, nema ef Víkingur vinnur ekki ÍA upp á Akranesi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert