Grasið á Laugardalsvelli færist nær stúkunni

Grasið á Laugardalsvelli verður fært nær stúkunni.
Grasið á Laugardalsvelli verður fært nær stúkunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Grasið á Laugardalsvelli verður fært nær stúkunni í áætluðum framkvæmdum. 

Ríkisútvarpið greinir frá en þar kemur fram að samkvæmt verkáætlun eigi völlurinn að vera tilbúinn í júlí á næsta ári.

Til stendur að leggja hita undir grasið en ásamt því verður sett blendisgras á völlinn. Þá verður leikflöturinn færður nær gömlu stúkunni en þar komast að fleiri áhorfendur og fjölmiðlaaðstaða. 

Hlaupabrautin verður fjarlægð þar sem frjálsíþróttir fá eigið svæði og ný austurstúka reist nær vellinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert