„Við þurfum ekki fleiri innflytjendur“

Gary Martin.
Gary Martin. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnumaðurinn Gary Martin var látinn heyra það fyrir grín sem hann setti á X-síðu sína, áður Twitter. 

Gary Martin er Englendingur en hefur búið á Íslandi meira og minna undanfarin 14 ár. 

Hann var ósáttur við ráðningu Englands á Þjóðverjanum Thomasi Tuchel sem næsta þjálfara karlalandsliðsins. 

„Eng­land með þýsk­an þjálf­ara, þetta er kornið sem fyll­ir mæl­inn.

Ég er op­in­ber­lega orðinn Íslend­ing­ur, takk,“ skrifaði Gary Martin í laufléttri færslu. 

„Viljum þig ekki tíkarsonur“

Grínið fór illa í nokkra á X-inu sem sögðu honum meðal annars að grjóthalda kjafti. Allir komu meira og minna undir nafnleynd nema einn sem skrifaði:

„Haltu kjafti maður, við þurfum ekki fleiri innflytjendur.“

„Við viljum þig ekki tíkarsonur,“ ritaði annar. 

„Nei, það ertu ekki,“ skrifaði sá þriðji. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert