Sigur Blika tryggði úrslitaleik um titilinn

Viktor Örn Margeirsson og Örvar Logi Örvarsson í baráttunni í …
Viktor Örn Margeirsson og Örvar Logi Örvarsson í baráttunni í leik liðanna fyrr á tímabilinu. Eyþór Árnason

Breiðablik tryggði sér úrslitaleik gegn Víking um Íslandsmeistaratitilinn eftir 2:1-sigur gegn Stjörnunni í 26. umferð Bestu deildar karla í kvöld.

Úrslitin þýða að Blikar eru áfram í öðru sæti með 59 stig og muna því mæta Víkingum í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudaginn eftir viku. Stjarnan situr í fjórða sæti með 39 stig, tveimur stigum á eftir Val í Evrópusæti. 

Leikurinn byrjaði rólega og var lítið um færi á upphafsmínútunum. Það var mikil spenna í loftinu enda afar mikilvægur leikur fyrir bæði lið.

Breiðablik fékk fyrsta færi leiksins á 19. mínútu. Höskuldur Gunnlaugsson vann boltann ofarlega á vellinum af Sigurði Gunnari Jónssyni og átti síðan skot í stöngina. 

Emil Atlason fékk tvö góð skallafæri með stuttu millibili. Óli Valur Ómarsson átti stórkostlega fyrirgjöf á Emil sem skallaði boltann rétt framhjá markinu. Guðmundur Baldvin Nökkvason átti síðan fyrirgjöf sem fann kollinn á Emil en skalli hans endaði ofan á þverslánni. 

Markalaust í hálfleik eftir nokkuð bragðdaufan fyrri hálfleik. 

Guðmundur Kristjánsson var nálægt því að koma Stjörnunni yfir snemma í síðari hálfleik. Hilmar Árni Halldórsson átti góða hornspyrnu sem fann Guðmund en skalli hans fór beint á Anton Ara Einarsson í marki Breiðabliks. 

Breiðablik náði forystunni á 64. mínútu eftir mark frá Viktori Erni Margeirssyni. Aron Bjarnason átti aukaspyrnu sem fann Ísak Snæ Þorvaldsson sem átti skalla í slána. Boltinn hrökk þá fyrir fætur Viktors Arnar sem skoraði af stuttu færi. 

Stjarnan jafnaði metin á 76. mínútu. Boltinn datt fyrir Heiðar Ægisson utarlega í teignum sem átti fast skot í markið. 

Sigurmark Breiðabliks kom á 87. mínútu en það var fyrirliðinn Höskuldur sem skoraði það. Kristinn Jónsson átti stórkostlegt hlaup upp vinstri kantinn, sendi boltann út í teiginn á Höskuld sem hamraði boltanum í netið. 

Mörkin urðu ekki fleiri í kvöld og þar með 2:1-sigur Breiðabliks staðreynd. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

KA 2:1 Vestri opna
90. mín. Gunnar Jónas Hauksson (Vestri) fær rautt spjald Hallgrímur Mar reynir að setja boltann innfyrir vörnina í hlaupið hjá Ásgeiri en Gunnar setur hendina fyrir sendinguna og Pétur rekur hann útaf.
FH 1:1 Valur opna
90. mín. Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) fær gult spjald +6. Æsti sig útaf brotinu.
ÍA 3:4 Víkingur R. opna
90. mín. Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.) skorar 3:4 - VÍKINGAR SKORA SIGURMARKIÐ! HVAÐ ER AÐ GERAST HÉRNA! Óskar Örn Hauksson með sendingu frá vinstri og Djuric skallar boltann í stöngina og inn! Þvílík endurkoma hjá Íslandsmeisturunum!
Man. United 2:1 Brentford opna
90. mín. Leik lokið Ansi kærkomið fyrir Erik ten Hag og lærisveina hans.
Bournemouth 2:0 Arsenal opna
90. mín. Leik lokið Bournemouth nýtir sér liðsmuninn vel og sigrar Arsenal í annað skipti í sögu félagsins.

Leiklýsing

Breiðablik 2:1 Stjarnan opna loka
90. mín. Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert