Ráðast úrslitin í dag?

Víkingur og Breiðabliks heyja harða baráttu um Íslandsmeistaratitilinn.
Víkingur og Breiðabliks heyja harða baráttu um Íslandsmeistaratitilinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

​Í dag getur heldur betur dregið til tíðinda í Bestu deild karla í fótbolta þegar fjórir af sex leikjum 26. og næstsíðustu umferðar deildarinnar fer fram.

  • Úrslitin gætu nánast ráðist í einvígi Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn.
  • Úrslitin gætu ráðist í baráttu Vals, Stjörnunnar og ÍA um eitt Evrópusæti.
  • Úrslitin gætu ráðist í fallbaráttu Vestra og HK.

En á hinn bóginn er alls ekki víst að úrslitin ráðist og bíða verði eftir lokaumferðinni um næstu helgi til að útkljá þessa baráttu.

Íslandsmeistaratitillinn

Víkingur og Breiðablik eru jöfn með 56 stig í tveimur efstu sætunum. Víkingar eru hins vegar með mikið betri markatölu, sem munar níu mörkum, og það gæti ráðið úrslitum.

Ef Víkingar vinna ÍA á Akranesi, í leik sem hefst klukkan 14, og Breiðablik tapar fyrir Stjörnunni, í leik sem hefst klukkan 17 í Kópavogi, eru úrslitin sama og ráðin. Þá væri Víkingur með 59 stig og Breiðablik 56, og munurinn á markatölu liðanna væri minnst ellefu mörk. 

Reyndar væri ekki hægt að krýna Víkinga Íslandsmeistara en Blikar yrðu að vinna þá með minnst sex marka mun í lokaumferðinni annan sunnudag.

En öll önnur úrslit í leikjum toppliðanna munu sjá til þess að viðureign þeirra á Víkingsvellinum verði sá hreini úrslitaleikur sem flestir vonast eftir.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert