Allir brjálaðir, eðli málsins samkvæmt

Rúnar Kristinsson þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson þjálfari KR. Ljósmynd/Kristinn Steinn

„Eðli málsins samkvæmt voru allir brjálaðir yfir þessu," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, við mbl.is eftir ósigurinn gegn HK, 2:1, í Bestu deild karla í fótbolta í Kórnum í kvöld.

Stuttu áður en HK skoraði sigurmarkið í lok uppbótartímans kastaði sparkaði Ólafur Íshólm markvörður Framara boltanum í innkast rétt við eigin hornfána, eftir að fyrirliði liðsins, Guðmundur Magnússon, hafði lagst á völlinn. HK-ingar skiluðu ekki boltanum eftir innkastið og Birkir Valur Jónsson tók langt innkast inn í vítateig Fram, samkvæmt fyrirmælum Ómars Inga Guðmundssonar, þjálfara HK.

Þetta atvik hleypti miklum hita í leikmenn og þjálfara og að honum loknum þegar stimpingar urðu á milli manna úti á vellinum. 

„Það er alltaf hundleiðinlegt að tapa fótboltaleikjum og fá mark í andlitið á síðustu sekúndu. Sérstaklega eftir svona atvik, þá særir það menn ennþá meira," sagði Rúnar.

Átti HK að skila boltanum eftir umrætt atvik?

„Þjálfari HK og allir sem sitja á bekknum hjá þeim geta reynt að afsaka þetta hvernig sem er. Reynt að finna ástæðu fyrir því hvers vegna þeir létu okkur ekki hafa boltann. Heiðarlegt fólk gerir það, og þannig hefur fótboltinn verið undanfarin ár.

En svo voru menn hættir að sparka boltanum útaf því þeir voru farnir að bíða eftir því að dómarinn stöðvaði leikinn. Ég skil það vel, en við reynum að vera heiðarlegir í því sem við gerum og HK-menn voru ekki heiðarlegir í því sem þeir gerðu í kvöld.

Það er fúlt að tapa leik á síðustu sekúndu þegar menn eru búnir að missa fókus út af svona hlutum," sagði Rúnar Kristinsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert