KR sigraði í Árbænum

Atli Sigurjónsson skorar í leik liðanna í Árbænum fyrr á …
Atli Sigurjónsson skorar í leik liðanna í Árbænum fyrr á tímabilinu. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Fylkismenn tóku á móti KR-ingum í Árbænum í kvöld. Fylk­ir var fyrir leikinn í neðsta sæti með 18 stig og þegar fallnir. KR voru í því ní­unda með 28 stig. KR eygði von á að ná efsta sæti neðra umspils með sigri í þessum leik og þeim næsta ásamt því að treysta á hagstæð úrslit.

Leikurinn byrjaði fjörlega og strax á annarri mínútu settu gestirnir úr Vesturbæ tóninn þegar Theodór Elmar Bjarnason sendi liðsfélaga sinn Benóný Breka Andrésson inn fyrir vörn Fylkismanna sem var hársbreidd frá því að fara framhjá Ólafi Kristófer í markinu en Ólafur komst í boltann og hreinsaði burt.

Á 4. mínútu fengu KR-ingar hornspyrnu. Boltinn barst á Aron Sigurðarson, sem var utarlega í teignum og hann átti frábært skot í fjærhornið og kom gestunum yfir. 0:1- fyrir KR.

Bæði lið sóttu í kjölfarið, og Fylkismenn komust í álitlegt færi á 22.mínútu þegar Þóroddur Víkingsson fékk boltann í vítateignum og átti skot en það fór í varnarmann og KR náði svo að hreinsa burt.

Á 28. mínútu urðu heimamenn einum færri þegar að Nikulás Val Gunnarsson, fékk beint rautt. Hann hafði fengið boltann frá Ólafi Kristófer markverði, ekki náð að koma honum á samherja og Birgir Steinn Styrmisson, leikmaður KR, stal af honum boltanum og var að komast einn í gegn. Nikulás braut á Birgi og sem aftasti varnarmaður þá hafði Þórður Þorsteinn, dómari leiksins, engan annan valmöguleika en að vísa Nikulási af vell með rautt spjald.

Þessar vendingar blésu í sóknarkraft KR og Benóný Breki fékk tvö mjög góð færi til að tvöfalda forystuna fyrir hálfleik. Það fyrra fékk hann þegar Atli Sigurjónsson gaf eitraða sendingu frá vinstri á fjærstöng. Benóný teygði sig í boltann en skotið fór rétt framhjá.
Í seinna færinu fékk Benóný frábæra sendingu inn fyrir frá markaskoraranum Aroni Sigurðarsyni en Ólafur Kristófer, í marki Fylkis, gerði sig breiðan og varði.

Staðan 0:1 í hálfleik og forvitnilegt að sjá hvort að KR-ingar myndu reyna að keyra yfir heimamenn í seinni hálfleik eða hvort að Fylkir myndi ná að halda gestunum í skefjum og reyna að lauma inn marki.

Það má segja að loftið að hafi aldeilis fjarað úr blöðrunni í síðari hálfleik því að það var ansi fátt sem gerðist.

Gestirnir fengu að vísu frábært færi á 49. mínútu þegar að Aron Sigurðarson og Benóný Breki spiluðu á milli sín og Benóný átti frábæra sendingu inn í vítateig á Aron sem skaut en enn og aftur varði Ólafur Kristófer Helgason.

Eftir þetta gekk illa fyrir Benóný að koma sér í betri færi, hann stefnir á markaskóinn og uppleggið var greinilega að koma honum í sem flest færi.

Fylkismenn stóðust áhlaup gestanna og þegar líða tók á leikinn fengu fleiri ungir leikmenn að spreyta sig. Stuðningsmenn Fylkis voru duglegir að kalla eftir að fá Guðmar Gauta Sævarsson inná, ungan leikmann fæddan 2008, og þeim varð að ósk sinni en hann kom inná um miðbik síðari hálfleiks og var mjög sprækur.

En fátt markvert gerðist restina af leiknum. Guðmundur Tyrfingsson átti síðasta alvöru færi heimanna þegar hann skallaði yfir mark KR á 89. mínútu en svo fjaraði þetta endanlega út.

Lokatölur 0:1 og Fylkismenn klára mótið á útivelli gegn Vestra um næstu helgi en KR mætir HK á "heimavelli".

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Liverpool 2:1 Chelsea opna
90. mín. Alexis Mac Allister (Liverpool) fær gult spjald 90+2 - Tekur Palmer niður og Chelsea fær aukaspyrnu á fínum stað á hægri kantinum.
Haukar 35:26 Cocks opna
60. mín. Leik lokið 9 marka sigur staðreynd. Vonum að það sé nóg fyrir seinni leikinn í Finnlandi næsta sunnudag.
HK 2:1 Fram opna
90. mín. Þorsteinn Aron Antonsson (HK) skorar 2:1 - Þetta er ótrúlegt! Þorsteinn skorar sitt þriðja sigurmark gegn Fram á þessu tímabili, eftir langa aukaspyrnu frá Cristoffer markverði HK!

Leiklýsing

Fylkir 0:1 KR opna loka
95. mín. Leik lokið Leik lýkur með útisigri Vesturbæinga, Fylkir 0 - KR 1.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert