Bestur í 26. umferðinni - fékk 3 M

Erlingur Agnarsson var bestur í 26. umferðinni.
Erlingur Agnarsson var bestur í 26. umferðinni. Eggert Jóhannesson

Erlingur Agnarsson kantmaður Víkings var besti leikmaður 26. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Erlingur lék frábærlega með Víkingum þegar þeir unnu Skagamenn, 4:3, í mögnuðum leik á Akranesi á laugardaginn. Hann var allt í öllu í sóknarleik þeirra, skoraði tvö markanna og átti allan heiðurinn af því þriðja.

Fyrir vikið fékk Erlingur hina sjaldgæfu einkunn 3 M fyrir frammistöðu sína hjá Morgunblaðinu. Eins og lesendur þekkja er sú einkunn ekki gefin oft en tveir aðrir hafa fengið hana í ár, Viktor Jónsson hjá ÍA og Benoný Breki Andrésson hjá KR.

Erlingur er 26 ára gamall, uppalinn Víkingur, og hefur hvergi annars staðar spilað. Hann er fimmti leikjahæstur í sögu félagsins í deildinni með 155 leiki og sá fjórði markahæsti með 28 mörk.

Nánar er fjallað um Erling og lið 26. umferðarinnar er birt á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert