Kveður Ísland: Takk fyrir allt

Shaina Ashouri lék vel með Víkingi á leiktíðinni.
Shaina Ashouri lék vel með Víkingi á leiktíðinni. Ljósmynd/Óðinn Þórarinsson

Bandaríska knattspyrnukonan Shaina Ashouri er á förum frá Íslandi eftir þriggja og hálfs árs veru hér á landi. Hún greindi frá á Instagram í dag, þar sem hún þakkar fyrir sig.  

Hún kom fyrst til íslands á miðju tímabili 2021 og lék sex leiki með Þór/KA í efstu deild. Hún var næstu tvö ár hjá FH og var einn allra besti leikmaður liðsins, fyrst í 1. deild og svo úrvalsdeild.

Sóknarkonan lék svo alla 23 deildarleiki Víkings úr Reykjavík á nýliðinni leiktíð og skoraði í þeim átta mörk. Átti hún sinn þátt í að nýliðarnir enduðu í þriðja sæti Bestu deildarinnar.

„Ísland, síðustu þrjú og hálft ár hafa verið allt sem ég gat beðið um og meira. Ég er svo heppin að þetta var mitt annað heimili. Takk fyrir allt,“ skrifaði hún m.a.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert