Yfirgefur KA-menn

Kristijan Jajalo varð bikarmeistari með KA í haust.
Kristijan Jajalo varð bikarmeistari með KA í haust. mbl.is/Ólafur Árdal

Knattspyrnumarkvörðurinn Kristijan Jajalo er á förum frá KA eftir sex ár fyrir norðan. Bosníumaðurinn hefur leikið hér á landi frá árinu 2016 er hann gekk í raðir Grindavíkur.

Hallgrímur Jónasson greindi frá tíðindunum í viðtali við Fótbolti.net.

Frá Grindavík lá leiðin til KA árið 2019, þar sem hann hefur leikið allar götur síðan. Jajalo hefur verið varamarkvörður Steinþórs Más Auðunssonar að undanförnu.

Jajalo hefur leikið 101 leik í efstu deild Íslands og 12 leiki í 1. deildinni.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert