Ísland upp um eitt sæti

Ísland gerði jafntefli gegn Wales og tapaði fyrir Tyrklandi í …
Ísland gerði jafntefli gegn Wales og tapaði fyrir Tyrklandi í síðasta verkefni. Eyþór Árnason

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fer upp um eitt sæti á styrkleikalista FIFA frá því á síðasta lista, en nýr listi var kynntur í dag.

Ísland er nú í 70. sæti, einu sæti ofar en Norður-Írland og sæti neðar en Norður-Makedónía.

Íslenska liðið gerði jafntefli, 2:2, gegn Wales og tapaði fyrir Tyrklandi, 4:2, í síðasta landsliðsglugga. Fóru báðir leikir fram á Laugardalsvelli.

Sex efstu sætin eru óbreytt. Heimsmeistarar Argentínu eru enn efstir og þar á eftir koma Frakkar og Spánverjar.

Tíu efstu

1 Argentína
2 Frakkland
3 Spánn
4 England
5 Brasilía
6 Belgía
7 Portúgal
8 Holland
9 Ítalía
10 Kólumbía

Heimslistinn í heild 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert