Slæmt tap íslenska liðsins

Arna Eiríksdóttir var í byrjunarliði Íslands.
Arna Eiríksdóttir var í byrjunarliði Íslands. mbl.is/Hákon

Íslenska U23 ára kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola slæmt tap fyrir U23 ára kvennalandsliði Finna, 3:0, í Järvenpää, sem er skammt frá Helsinki, í dag. 

Þetta var fyrri leikurinn af tveimur sem Ísland spilar gegn Finnlandi ytra en sá seinni fer fram næstkomandi sunnudag. 

Mörk Finnlands skoruðu Silja Jaatinen og Elli Seiro með tvö. 

Byrjunarlið Íslands var þannig skipað: Tinna Brá Magnúsdóttir - Emma Steinsen Jónsdóttir, Arna Eiríksdóttir, Elín Helena Karlsdóttir, Jakobína Hjörvarsdóttir - Andrea Rut Bjarnadóttir, Bergþóra Sól Ásmundsdóttir, Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir - Snædis María Jörundsdóttir, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, Bergdís Sveinsdóttir.

Inn á sem varamenn komu Elísa Lana Sigurjónsdóttir, María Ólafsdóttir Gros, Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir, Ísabella Sara Tryggvadóttir og Sigdís Eva Bárðardóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka