Víkingar eru í umspilssæti

Nikolaj Hansen fyrirliði Víkings sækir að marki Cercle Brugge á …
Nikolaj Hansen fyrirliði Víkings sækir að marki Cercle Brugge á Kópavogsvelli. mbl.is/Eyþór Árnason

Eftir sigurinn á Cercle Brugge í dag og úrslit leikja kvöldsins eru Víkingar í umspilssæti í deildarkeppni Sambandsdeildar karla í fótbolta.

Alls eru 36 lið í deildinni og átta efstu komast beint í sextán liða úrslit en næstu sextán lið, þau sem enda í 9. til 24. sæti, fara í umspil um að komast þangað og verður það umspil leikið í febrúar.

Víkingar vermdu botnsætið eftir tapið gegn Omonia á Kýpur, 4:0, í fyrstu umferðinni, en með sigrinum í dag fljúga þeir upp í 22. sæti deildarinnar með 3 stig.

Leiknar eru sex umferðir og Víkingar eiga næst heimaleik gegn Borac Banja Luka frá Bosníu 7. nóvember. Takist Víkingum líka að vinna þann leik verða líkurnar á að þeir endi í einhverjum 24 efstu sætunum orðnar ansi miklar.

Borac er með fjögur stig eftir útisigur gegn APOEL á Kýpur í dag, 1:0, og jafntefli á heimavelli við Panathinaikos, 1:1, í fyrstu umferðinni. Það er því ljóst að Bosníumennirnir eru með hörkulið.

Staða liðanna er þessi eftir umferð kvöldsins og hana má sjá ítarlegar í stöðutöflunni hér á mbl.is:

6 stig: Chelsea, Fiorentina, Legia Varsjá, Lugano, Vitoria Guimaraes, Jagiellonia, Hearts, Rapid Vín, Heidenheim.

4 stig: Shamrock Rovers, Borac Banja Luka.

3 stig: Cercle Brugge, Celje Lasko, Paphos, Molde, Omonia Nikósía, Olimpia Ljubljana, Noah, The New Saints, Gent, Astana, Víkingur R., HJK Helsinki.

1 stig: Djurgården, FC Köbenhavn, APOEL Nikósía, Real Betis, LASK Linz, Panathinaikos.

0 stig: Dinamo Minsk, Mlada Bolesláv, TSC Backa, Istanbul Basaksehir, Petrocub, St. Gallen, Larne.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka