Víkingar tryggðu sér 60 milljónir

Víkingar fagna sigrinum.
Víkingar fagna sigrinum. mbl.is/Eyþór

Með sigrinum gegn Cercle Brugge frá Belgíu í Sambandsdeild Evrópu í knattspyrnu karla tryggði karlalið Víkings úr Reykjavík sér 60 milljónir íslenskra króna. 

Víkingur er fyrsta íslenska liðið til að vinna leik í lokakeppni í Evrópu. Fyrir sigur í Sambandsdeildinni fást 400 þúsund evrur, eða um 60 milljónir íslenskra króna. 

Þá fá lið 133 þúsund evrur, eða 20 milljónir króna fyrir jafntefli. 

Breiðablik komst í Sambandsdeildina í fyrra en náði hvorki jafntefli né sigri í sex leikjum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka