Liðsfélagarnir þunnir daginn eftir

Daniel Obbekjær í leik með Breiðabliki.
Daniel Obbekjær í leik með Breiðabliki. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Danski knattspyrnumaðurinn Daniel Obbekjær varð Íslandsmeistari með Breiðabliki á sunnudaginn var er liðið sigraði Víking úr Reykjavík, 3:0, í úrslitaleik í lokaumferð Bestu deildarinnar.

Obbekjær kom til Breiðabliks frá 07 Vestur í Færeyjum fyrir tímabilið en hann hóf meistaraflokksferilinn með OB í Danmörku. Hann lék níu leiki með Breiðabliki á leiktíðinni og skoraði í þeim þrjú mörk.

„Um leið og lokaflautið kom hlupu stuðningsmenn inn á völlinn og þetta var æðislegt. Það er erfitt að lýsa þessari tilfinningu,“ sagði hann við Tipsbladet í heimalandinu.

„Bjór, kampavín og pítsa beið okkur síðan í búningsklefanum. Ég drekk ekki mikið áfengi en margir af liðsfélögunum voru þunnir daginn eftir,“ bætti varnarmaðurinn við.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert