Í dag var tekin skóflustunga í tilefni þess að grasið verður fjarlægt og nýtt gervigras lagt á Hásteinsvöll í Vestmannaeyjum. Frá upphafi hefur verið leikið á grasi á vellinum og því um mikil tímamót að ræða.
Erlingur Guðbjörnsson, formaður framkvæmdaráðs Vestmannaeyjabæjar, Ísey María Örvarsdóttir, Birgir Niels Birgisson og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri tóku skóflustungur í sameiningu.
Sigfús Gunnar Guðmundsson, ljósmyndari mbl.is í Vestmannaeyjum, smellti af myndum af þessu tilefni.