Mikill liðsstyrkur til Vestmannaeyja

Omar Sowe heldur á fótbolta.
Omar Sowe heldur á fótbolta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Omar Sowe er genginn til liðs við ÍBV frá Leikni í Reykjavík. 

Omar, sem er frá Gambíu, skrifar undir tveggja ára samning í Vestmannaeyjum en hann lék síðustu tvö tímabil með Leiknismönnum. 

Omar skoraði 13 mörk í 1. deildinni í fyrra en hann skoraði samtals 25 mörk í 41 deildarleik fyrir Leikni á undanförnum tveimur árum.

Hann kom fyrst til Íslands árið 2022 en þá spilaði hann með Íslandsmeisturum Breiðabliks. Hann var áður lengi á mála hjá New York Red Bulls. 

Eyjamenn eru því með tvo markahæstu menn 1. deildarinnar í fyrra, Oliver Heiðarsson og Omar Sowe, í liði sínu í Bestu deildinni á næstu leiktíð. 

Omar Sowe ásamt Þorláki Árnasyni þjálfara.
Omar Sowe ásamt Þorláki Árnasyni þjálfara. Ljósmynd/ÍBV
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert