Leikur Íslands í Svartfjallalandi færður

Mikael Anderson og Risto Radunovic eigast við í fyrri leik …
Mikael Anderson og Risto Radunovic eigast við í fyrri leik Íslands og Svartfjallalands í september. mbl.is/Árni Sæberg

Leikur Svartfjallalands og Íslands í B-deild Þjóðadeildar Evrópu mun ekki fara fram á þjóðarleikvangi Svartfellinga í höfuðborginni Podgorica eins og til stóð þar sem vallaraðstæður eru ekki viðunandi að mati Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA.

Þetta kemur fram á heimasíðu knattspyrnusambands Svartfjallalands.

Þar er greint frá því að leikurinn, sem fer fram 16. nóvember, fari þess í stað fram í Niksic, sem er í klukkutíma akstursfjarlægð frá Podgorica.

Lið Svartfjallalands mátti ekki heldur leika gegn Wales á vellinum í Podgorica í september síðastliðnum í kjölfar skoðunar eftirlitsmanna UEFA. Sá leikur fór sömuleiðis fram í Niksic.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert