Norski knattspyrnumaðurinn Benjamin Stokke yfirgefur herbúðir Íslandsmeistara Breiðabliks þegar samningur hans rennur út um áramótin.
Eyjólfur Héðinsson, aðstoðarþjálfari Breiðabliks á nýafstöðnu tímabili og núverandi deildarstjóri meistaraflokka hjá félaginu, greindi frá því að Stokke sé á förum í samtali við Fótbolta.net.
Hann er 34 ára gamall sóknarmaður sem skoraði fjögur mörk í 23 leikjum í Bestu deildinni á tímabilinu.
Fleiri leikmenn eru að verða samningslausir, þ.e. Andri Rafn Yeoman, Kristófer Ingi Kristinsson og Oliver Sigurjónsson. Sagði Eyjólfur allt enn opið hvað þá varðar.