Daníel Hafsteinsson, miðjumaður bikarmeistara KA í knattspyrnu, hefur ákveðið að nýta sér riftunarákvæði í samningi sínum við uppeldisfélag sitt.
Fótbolti.net greinir frá en samkvæmt miðlinum vill Daníel halda möguleikanum á að halda aftur út í atvinnumennsku opnum.
Samningur Daníels, sem er 24 ára gamall, átti að renna út að loknu næsta tímabili en er hann nú laus allra mála.
Daníel samdi við Helsingborg í Svíþjóð sumarið 2019, var lánaður til FH sumarið eftir og samdi við KA að nýju í byrjun árs 2021.
Sveinn Margeir Hauksson rifti sömuleiðis samningi sínum við KA á dögunum.