Önnur breyting á U21-árs liðinu

Adolf Daði Birgisson með boltann í leik með Stjörnunni gegn …
Adolf Daði Birgisson með boltann í leik með Stjörnunni gegn FH. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari íslenska U21-árs landsliðsins í knattspyrnu karla, hefur fundið sig tilknúinn að gera breytingu á leikmannahópi sínum fyrir vináttuleik gegn Póllandi á Spáni þann 17. nóvember.

Hinrik Harðarson, sóknarmaður ÍA, er meiddur og getur ekki tekið þátt í verkefninu. Í hans stað hefur Adolf Daði Birgisson, kantmaður Stjörnunnar, verið kallaður inn í hópinn.

Bæði Hinrik og Adolf Daði hafa ekki spilað fyrir U21-árs landsliðið. Hinrik á raunar engan leik fyrir yngri landslið Íslands en Adolf Daði hefur leikið 18 leiki fyrir U19- og U17-ára landsliðin.

Alls gætu 11 leikmenn spilað sinn fyrsta leik fyrir U21-árs liðið í vináttuleiknum gegn Póllandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert