Ósigraðir í níu leikjum

Leikmenn Borac Banja Luka fagna eftir sögulegan sigur liðsins gegn …
Leikmenn Borac Banja Luka fagna eftir sögulegan sigur liðsins gegn APOEL frá Kýpur í 2. umferð Sambandsdeildarinnar 24. október. Ljósmynd/Borac Banja Luka

Víkingur úr Reykjavík mætir Borac Banja Luka frá Bosníu í 3. umferð Sambandsdeildar karla í knattspyrnu á Kópavogsvelli í dag klukkan 14.30.

Víkingar eru með 3 stig í 22. sæti deildarinnar eftir frábæran sigur gegn Cercle Brugge frá Belgíu, 3:1, á Kópavogsvelli í 2. umferð keppninnar. Víkingar töpuðu hins vegar fyrir Omonia Nikósía frá Kýpur í 1. umferðinni, 4:0, í Nikósíu á Kýpur.

Víkingar eiga því ennþá góða möguleika á því að komast áfram í umspil Sambandsdeildarinnar en liðiðin í 1.-8. sæti fara áfram í 16-liða úrslitin á meðan liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitunum.

Borac var í styrkleikaflokki fimm þegar dregið var í deildarkeppnina í Mónakó í Frakklandi í lok ágúst á meðan Omonia Nikósía var í styrkleikaflokki þrjú og Cercle Brugge var í styrkleikaflokki fjögur.

Liðið er ríkjandi Bosníumeistari en Borac er með 4 stig í 11. sæti Sambandsdeildarinnar. Liðið gerði jafntefli við Íslendingalið Panathinaikos frá Grikklandi í Banja Luka í Bosníu í 1. umferðinni, 1:1, og vann svo sterkan 1:0-sigur gegn APOEL frá Kýpur í 2. umferðinni í Levkosíu á Kýpur.

Á miklu skriði

Heima fyrir er liðið í 3. sæti bosnísku úrvalsdeildarinnar með 26 stig eftir ellefu umferðir, 5 stigum minna en topplið Zrinjski. Borac hefur verið á miklu skriði í undanförnum leikjum og tapaði síðast deildarleik 21. september. Bosníska liðið er ósigrað í síðustu níu leikjum sínum, hefur unnið sjö þeirra og gert tvö jafntefli.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert