Víkingar gætu þénað 800 milljónir

Víkingar fagna eftir leikinn í dag.
Víkingar fagna eftir leikinn í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Víkingur úr Reykjavík hefur nú þegar tryggt sér 120 milljónir íslenskra króna í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu karla. 

Víkingar unnu Borac Banja Luka frá Bosníu, 2:0, og eru komnir með sex stig eftir þrjá leiki. 

Í leiðinni tryggðu Víkingar sér auka 60 milljónir vegna sigursins, en sú upphæð gæti orðið mun meiri. 

Gætu farið upp í 800 milljónir

Fyrir hvern sigur fást 60 milljónir og fyrir hvert jafntefli fást 20 milljónir. 

Það hjálpar einnig Víkingum að enda sem efst í deildarkeppninni en neðsta liðið, 36. sæti, fær 4,15 milljónir króna fyrir. Eftir það bætist sú upphæð við hvert sæti. 

Víkingar munu mjög ólíklega enda neðar en í 27. sæti vegna stiganna sem þeir hafa safnað. Ef þeir enda í því sæti þá hafa þeir í heild tryggt sér 750 milljónir króna í Evrópu á þessu ári. 

Hins vegar ef Víkingum tekst, með þann stigafjölda sem þeir eru með núna, að komast í umspilið, enda í 24. sæti, þá er sú upphæð nær 800 milljónum. 

Víkingar eiga þrjá leiki eftir í Sambandsdeildinni. Heimaleik gegn Djurgården frá Svíþjóð og útileiki gegn Noah frá Armeníu og LASK frá Austurríki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert