Åge: Erfitt þegar þú færð lítinn tíma

Åge Hareide
Åge Hareide mbl.is/Eyþór

Åge Hareide er þokkalega sáttur við árangur sinn sem landsliðsþjálfari karla í fótbolta. Ísland hefur þó aðeins unnið fjóra keppnisleiki af fjórtán undir stjórn Norðmannsins, en hann er sáttur við sóknarleik liðsins.  

„Ég er aldrei alveg ánægður ef við erum ekki að vinna. Mér finnst við samt hafa spilað vel á köflum og verið að skora mörk, sérstaklega á heimavelli,“ sagði Hareide við mbl.is og hélt áfram:

„Ég er hins vegar ekki sáttur við varnarleikinn. Það er alltaf hægt að bæta eitthvað í fótboltanum. Heilt yfir myndi ég segja að ég sé nokkuð sáttur, fyrir utan mistökin. Við verðum að gera færri mistök,“ sagði hann og hélt áfram:

„Þetta íslenska lið getur orðið ansi gott en við þurfum að ná stöðuleika í vörninni fyrst. Við erum að fá kjánaleg mörk á okkur. Það tekur tíma að laga það, en það getur verið erfitt í landsliði þegar þú færð lítinn tíma á æfingasvæðinu,“ sagði Hareide.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert