Áfram á Akranesi

Erik Sandberg var lykilmaður hjá Skagamönnum á tímabilinu.
Erik Sandberg var lykilmaður hjá Skagamönnum á tímabilinu. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Erik Tobias Sandberg, varnarmaðurinn sterki frá Noregi, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild ÍA.

Sandberg gekk til liðs við ÍA fyrir nýafstaðið tímabil og stóð sig afar vel er nýliðarnir höfnuðu í fimmta sæti Bestu deildarinnar.

Hann er 24 ára miðvörður sem ólst upp hjá Lilleström en lék með Jerv í þrjú ár í tveimur efstu deildum Noregs áður en hann kom til Skagamanna.

„Hann hefur staðið sig mjög vel fyrir félagið og fallið vel inn í samfélagið á Akranesi. Það er mikið gleðiefni fyrir félagið að Erik velji að taka slaginn með ÍA næstu tvö leiktímabil hið minnsta,“ sagði meðal annars í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert