Skipti til danska stórveldisins

Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir í leik með FH á sínum tíma.
Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir í leik með FH á sínum tíma. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnukonan Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir samdi á dögunum við danska stórveldið FC Köbenhavn, sem leikur í þriðju efstu deild þar í landi.

Sunneva Hrönn, sem er 27 ára vinstri bakvörður, lék með AGF í dönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en liðið féll þá niður í 1. deild.

Hún lék sinn fyrsta leik fyrir Köbenhavn um síðustu helgi en liðið stefnir hraðbyri upp í 1. deild.

Köbenhavn er með 29 stig í toppsæti 2. deildar eftir 11 leiki, sex stigum fyrir ofan næsta lið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert